Nýjustu færslur

þriðjudagur, 25. okt 2011

Mistök og ábyrgð í stjórnmálum: Eignunarkenningar

Rannsóknarskýrsla Alþingis
Ljósmynd: Brian Suda. (Notuð með CC leyfi).

Árið 2010 kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sem starfaði samkvæmt lögum nr. 142 / 2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða. Hlutverk rannsóknarnefndarinnar var meðal annars að leggja mat á hvort um vanrækslu eða mistök hafi verið að ræða við lagasetningu og eftirlit með fjármálastarfsemi á Íslandi og hverjir bæru þá ábyrgð. Stjórnskipun á Íslandi byggir á nokkuð vel afmörkuðum valdastrúktúr þar sem valdi fylgir ábyrgð. Þannig byggja lög um ráðherraábyrgð á grein stjórnarskrárinnar um að ráðherrar beri ábyrgð á strjónarframkvæmdum öllum. Þó lagði rannsóknarnefndin ekki þann skilning í lög um rannsókn á falli bankanna að mat hennar á störfum ráðherra sér sambærilegt við mat samkvæmt ákvæðum laga um ráðherraábyrgð. Hér verður ekki skoðað hvaða lagabókstafi hugtökin mistök og vanræksla falla undir heldur verður reynt að varpa ljósi á með hvaða skilningi mismunandi aðilar líta á mistök og ábyrgð. Einnig verður skoðað hvaða áhrif hugmyndir um pólitíska ábyrgð hafa á viðhorf til mistaka stjórnmálamanna.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 16. jún 2011

Dýrabein og byggingafórnir á Íslandi

SqueletteVacheChauveau1990
Kýrbeinagrind („File:SqueletteVacheChauveau1990.jpg - Wikimedia Commons“, e.d.)

Löng hefð er fyrir fórnum tengdum byggingum í Skandinavíu og Norður-Evrópu og þekkjast þær allt frá bronsöld og jafnvel enn fyrr (Carlie, 2006; Hamerow, 2006; Paulsson-Holmberg, 1997). Við upphaf járnaldar varð algengt að hafa nautgripi í húsi og þá jukust tengslin milli manna og dýra sem oft deildu þröngum húsakynnum. Til verndar búfénaði, frekar en mannfólki, voru stök bein, lítil beinasöfn eða jafnvel heil dýr grafin í tengslum við byggingar. Slíkar fórnir virðast sérstaklega algengar þegar um var að ræða nautgripi (Paulsson-Holmberg, 1997, bls. 167-168). Í þessari grein verður fjallað um dýrabein sem byggingafórnir almennt, upphaf þeirra, ástæður og fjallað um nokkur erlend dæmi um slíkar fórnir. Einnig verða tekin saman nokkur möguleg dæmi um dýrabein sem byggingafórnir á Íslandi.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 17. maí 2011

Deutsch-Punk

berlinarmur

Það þrátta fáir um það hvort pönk hafi verið tíska. Þrátt fyrir ýmsar samfélagsádeilur sem pönkarar Bretlands og Bandaríkjanna háhrópuðu um á tónleikum sínum verður því ekki neitað að það þótti töff að vera reiður. Breska pönkið sló fljótt í gegn í Þýskalandi og í Vestur Þýskalandi spruttu brátt upp pönkhljómsveitir í röðum.

Lesa áfram »

föstudagur, 29. apr 2011

Hinsegin Evrópusamstarf

06_ILGA-Europe logo LowR without moto

Sjávarútvegs-, landbúnaðar- og gjaldmiðilsmál eru umdeild og því skiljanlegt að þau fylli mikið í umræðunni. Þau hafa þó kastað helst til of miklum skugga á önnur mjög mikilvæg mál, enda snýst aðild að ESB um svo mikið, mikið meira en þetta þrennt, t.d. mannréttindi. Hér verður því sjónum beint að mannréttindum og hvernig umsóknin að ESB sé þegar farin að hafa áhrif á frjáls félagasamtök. Í þessu tilfelli Samtökin ‘78 – félag hinsegin fólks á Íslandi.

Lesa áfram »

miðvikudagur, 6. apr 2011

Hlutverk listasafna í samfélaginu

listasafn reykjavíkur
Ljósmynd: Heiðar Eiríksson

Á Íslandi eru þó nokkur listasöfn. Forvitnilegt er að vita hvert er hlutverk þessara safna er í samfélaginu og hvar listamaðurinn er í þeirri jöfnu. Því auðvitað væri ekkert listasafn ef það væri enginn listamaður. En hefur listamaðurinn eitthvað vald á listasafninu? Ef svo er ætti hann þá að hafa það?

Lesa áfram »

fimmtudagur, 31. mar 2011

Geimskipið Jörð

Aldrin_Apollo_11_original

„That‘s one small step for a man, one giant leap for mankind.“ Þessa frægu orð sagði geimfarinn Neil Armstrong þegar hann steig fyrstur manna á tunglið 21. júlí 1969. Sá atburður markaði tímamót í vísindum og batt einnig ákveðinn endahnút á geimkapphlaupið. Upplýsingarnar sem kapphlaupið gaf af sé hafði mikil áhrif á mannkynið. Einstaklingurinn varð miklu minni en áður, hann var ekki lengur einungis hluti af fjölskyldu, bæjarfélagi, þjóð og svo loks mannkyninu heldur var mannkynið orðið samfélag á pínulitlu rykkorni í endalausum heimi. Ekki nóg með að heimurinn væri endalaus heldur hlaut að finnast vitsmunalíf annarsstaðar í heiminum sem gæti barið að dyrum hvenær sem er. Þetta leiddi til menningarbreytingar þar sem maðurinn stóð nú undir óljósum kröfum alheimsins. Sérstök geimaldarmenning myndaðist.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 29. mar 2011

Ska og skinheads: Af hverju ska tónlistarstefnan er svo oft tengd við rasisma og kynþáttafordóma

two-tone-logo

Ska er tónlistarstefna sem átti upptök sín í Jamaica á 6. áratugnum. Ska var undanfari reggae og rocksteady og sameinaði eiginleika karabísks mento1 og bandarískum djass. Ska er yfirleitt skipt niður í þrjú skeið: Upprunalega skeiðið í Jamaica á 7. áratugnum, „Two tone“ skeiðið á Bretlandi á 8.áratugnum og þriðja skeiðið sem byrjaði á seinni árum 9.áratugarins en náði hátindi vinsældar sinnar á 10.áratugnum.2 Ska var í byrjun aðallega vinsælt í Jamaica en fór síðan að laða að sér sérstaka félagshópa eins og pönkara, skinheads og suedeheads. Það var til þess að Ska fékk slæmt orð á sig, þá aðallega fyrir að vera rasísk og fordómafull stefna. Í þessari grein verður rýnt í eiginleika Ska og hvaða ástæða sé fyrir því að stefnan laði að sér flokka kynþáttahatara.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 24. mar 2011

Hugleiðingar um útskorin íslensk horn

Albína_mynd2

Í þessum pistli verður fjallað um útskorin íslensk horn í tilefni yfirstandandi sýningar á þeim í Þjóðminjasafni Íslands sem líkur 31. desember 2011. Ég mun leitast við að tengja hornin á sýningunni við nýlegar niðurstöður úr rannsóknum á íslenskum dýrabeinasöfnum. Ég mun skoða hvernig þær geta sett þessi fagurlega útskornu horn í samhengi við efnismenningu á Íslandi í aldanna rás eins og hún birtist í gegnum dýrabeinafornleifafræði.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 15. mar 2011

Mikilvægi heimilisins-Úr rannsóknum á aðstæðum aldraðra

eldri borgarar3

Ljóst er að ákveðin stofnanavæðing hefur orðið hér á landi hægt og bítandi en nú má sjá ákveðið afturhvarf til heimilisins þar sem lífsgæði fólks eru tekin til skoðunar í auknum mæli. Heimilið er gjarnan talið eitt gleggsta dæmið um það hvernig fólk myndar tilfinningaleg tengsl við staði og í mörgum tilvikum verður það að órjúfanlegum þætti í lífi þess. Þessu hefur verið lýst á þann hátt að einstaklingnum líði eins og heimilið sé hluti af honum og hann hluti af heimilinu.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 8. mar 2011

Hvað er góð sagnfræði?

Saga

Hvað einkennir góða sagnfræði? Það er spurning sem 21 fræðimaður hefur reynt að svara í nýjasta hefti Sögu, tímarits Sögufélags. Þar fjallar hver fræðimaður um eitt sagnfræðirit og útlistar hvers vegna viðkomandi skrif teljist góð sagnfræði. Ef marka má þetta heftið þá er það aðallega þrennt sem einkennir góða sagnfræði: stíll, aðferð og erindi rannsóknarinnar við sagnfræðinginn.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 24. feb 2011

Hönnunarmiðstöð Íslands: Hvað er hún og hvert er hlutverk hennar?

Hönnunarmiðstöð Íslands

Í ritinu „Hönnun – Auðlind til framtíðar“ frá árinu 2007 er fjallað um tengsl hönnunar, atvinnulífs, stjórnvalda og samfélagsins í heild, en höfundar segja hönnun afgerandi þátt í umhverfisáhrifum mannlegra athafna. Rannsóknir sýni að 80% af umhverfisáhrifum vöru ákvarðist á hönnunarstiginu. Þá hafi verið sýnt fram á að þróaðar þjóðir geti dregið úr efnis- og orkuflæði sínu um 90-95% án þess að skerða gæði þjónustu. Margar áskoranir og tækifæri liggi í hönnun og að stefna um nýsköpun og hönnun ætti klárlega að taka mikilvægi sjálfbærrar hönnunar með í reikninginn.

Í ritinu er ekki eingöngu fjallað um hið hnattræna samhengi. Tekist er á við hugtakið hönnun, sem og hugtakið „skapandi atvinnugreinar“. Þá er sjónum beint að Íslandi og talað um hvernig hérlendis megi nýta kosti hönnunar til uppbyggingar auðs í ýmsum merkingum þess hugtaks og á mörgum sviðum samfélagsins. Rætt er um mikilvægi skýrrar sýnar í opinberri stefnumótun á þessu sviði og áhersla á að orðum fylgi aðgerðir. Þá er bent á ýmsar leiðir til framtíðar.

Þetta leiðir hugann að Hönnunarmiðstöð Íslands, sem er tiltölulega nýleg viðbót við stofnanaflóru landsins. Í þessari grein er fjallað um tilgang hennar og hlutverk, ásamt því hvaða ástæður og aðstæður hafi ráðið stofnun hennar.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 17. feb 2011

“Innviðir” – enn af dreggjum dagsins

innviðir #7

Þann 22. janúar síðastliðinn opnaði sýningin Innviðir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar gefur að líta safn eyðibýlamynda eftir ljósmyndarann Orra, en myndirnar eru teknar á rúmum áratug, frá 1999 til 2010. Sýningin mun standa til 8. maí næstkomandi og er full ástæða til þess að hvetja lesendur til þess að gera sér ferð í safnið á þeim tíma og skoða hana.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 15. feb 2011

Dreggjar dagsins og fornleifafræði hins nýliðna

DSC_0518

“Dreggjar dagsins: fornleifafræði hins nýliðna“, er yfirskrift sameiginlegrar fyrirlestraraðar Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga á vormisseri 2011. Eins og yfirskriftin bendir til verður sjónum beint að fornleifarannsóknum á dreggjum samtímans eða nýliðinnar fortíðar, þ.e. efnisveruleika 19. og 20. aldar, til dagsins í dag. Fornleifafræði samtímans, gærdagsins eða hins nýliðna kann að hljóma sem mótsagnarkennd fræði í eyrum margra. Raunar eru fornleifafræðingar sjálfir ekki allir sammála um að slík fræði eigi að teljast til fornleifafræðinnar, þótt ég leyfi mér að fullyrða að þeim fjölgi örar sem eru gagnstæðrar skoðunar. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem fornleifafræði hins nýliðna er gerð að umfjöllunarefni í fyrirlestraröð eða öðru samhengi hér á landi og verður spennandi að fylgjast með þeim erindum sem boðið verður upp á. Fornleifafræði hins nýliðna er raunar fremur ný af nálinni utan landsteinanna líka, en hefur farið ört vaxandi á undanförnum áratug, þótt raunar sé misjafnt hvert menn vilja rekja upphaf hennar.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 3. feb 2011

Hvað vitum við um söguna? Íslandssagan í gagnrýnu ljósi-seinni hluti

Íslendingabók

Völuspá er aðeins eitt dæmi af mörgum um það hversu lítið við í raun vitum um sögu okkar og menningu, og hversu erfitt er að draga ályktanir af því sem við þó höfum í höndunum. Annað gott dæmi er Íslendingabók, okkar elsta rit að talið er, í það allra minnsta elsta sagnfræðirit Íslendinga. Elsta varðveitta gerð hennar er þó ekki eldri en frá 17. öld, vel læsileg og er til sýnis í Þjóðminjasafninu fyrir hvern þann sem fýsir að skoða. Engu að síður er upphafleg gerð hennar talin vera frá öndverðri 12. öld (nánar tiltekið er hún talin skrifuð milli 1122 – 1133). Hún er ennfremur eignuð höfundi, Ara fróða Þorgilssyni, og í hana og höfund hennar er víða vitnað í fornritunum. Þó getum við ekki vitað með vissu að hann hafi skrifað hana, eða að bókin sé þetta gömul, með neinni vísindalegri fullnustu. Besta svarið er að líklega er bókin þetta gömul og að öllum líkindum samdi Ari fróði hana. Þar sem ekki verður endanlega gengið úr skugga um höfundinn, og í ljósi þess að annað er afar ólíklegt, þá getum við gengið að því sem vísu að Ari hafi skrifað Íslendingabók uns annað kemur í ljós.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 1. feb 2011

Hvað vitum við um söguna? Íslandssagan í gagnrýnu ljósi-fyrri hluti

AV-handrit2

Haustið 2009 leitaði ég einu sinni sem svo oft áður heimilda, í það skiptið vegna fyrirlesturs fyrir áfanga um eddu- og dróttkvæði við íslenskuskor Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn átti að fjalla um varðveislu Völuspár, gerðir hennar og útgáfur. Um það efni hafa verið rituð heil reiðinnar býsn svo af nógu var að taka, og að sama skapi þarf vart að taka fram að skoðanir fræðimanna á kvæðinu eru ekki mikið færri en þeir sem hafa tekið það til meðferðar síðastliðin 80 ár eða svo. Þráinn Löve er einn þeirra en hann taldi kvæðið ekki með nokkru móti geta verið samið á Íslandi vegna þeirrar Óðinsdýrkunar sem þar kæmi fram, enda hefðu Íslendingar ekki mikið haldið upp á Óðin svo sannað verði. Þá leggur hann fram þá tillögu að Egill Skallagrímsson sé höfundur Völuspár.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 27. jan 2011

Glæpavæðing mótmæla

9Helga

Í máli hinna svokölluðu níumenninga, sem sakaðir eru um að hafa ráðist á alþingi, er mörgum athyglisverðum spurningum velt upp. Til að mynda er velt upp þeirri spurningu hvort skylda fólks til að hlýða valdi, þó um ósanngjarnt vald sé að ræða, sé yfirsterkari skyldu fólks til að hlýða sannfæringu sinni um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Í lokaræðu sinni vísar Ragnar Aðalsteinsson, verjandi nokkurra af níumenningunum, til Nürnberg réttarhaldanna, þar sem fólk var sakfellt fyrir að hafa hlýtt fyrirmælum, vegna þess að fyrirmælin voru ólögmæt. Ekki er þörf á að taka það fram að þau fyrirmæli hefðu átt að stangast á við siðferðiskennd alls velmeinandi fólks.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 25. jan 2011

Allir helgidómar eru saurgaðir

gjakapa

Eitt af því sem að bankahrunið afhjúpaði var kreppa íslenskra stjórnmála. Sú kreppa hefur fengið allnokkra umfjöllun í fjölmiðlum og þá er oftast vísað í kannanir á trausti í garð opinberra stofnana. Nálgun Hauks Más á kreppu stjórnmálanna er önnur og frumlegri. Hann nálgast kreppuna í gegnum tungumálið.

Í ritgerðinni „Eitt afskorið smáblóm“ fjallar Haukur Már um innihaldsleysi íslenskrar þjóðmálaumræðu og setur það í samhengi við getuleysi íslenskrar tungu til að takast á við veruleikann. „Íslensk orð hafa ekki skipt sér af veruleikanum síðustu fimmtíu ár“ (s. 22). „Ekkert sem máli skiptir í samtíma okkar á sér hefð frá því áður en tungan var sett í kæli“ (s. 20). Fyrir vikið nær umræðan ekki að snerta á veruleikanum, orðin hafa engin áhrif, það er ekkert í húfi því valdið fer sínu fram handan tungumálsins. Umræðan er ekki umræða heldur þykistuleikur. „Þess vegna erum við í öðru lagi fegin þegar ráðherra kemst í gegnum sjónvarpssal án þess að klúðra ritúalinu“ (s. 21).

Lesa áfram »

fimmtudagur, 20. jan 2011

Hinir góðu, hinir illu og útlendingarnir

terror_museum_budapest

Hin ráðandi túlkun á trauma Evrópu fellur undir rökfræði góðs og ills, við og hinir og annað hvort eða. Með þeirri túlkun og söguskilningi sem til að mynda Terror Haza varpar fram vinnum við ekki með þau siðferðilegu viðfangsefni sem við blasa þegar sama sagan endurtekur sig og gömlu óvinum er skipt út fyrir nýja og þeim eignaðir allir þeir eiginleikar sem við viljum ekki kannast við í okkur sjálfum.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 18. jan 2011

Háværar hugsanir, skynsamlegar ofskynjanir? Hugleiðingar út frá ráðstefnu Hugarafls: Að læknast af geðröskun

Mig langar að deila með lesendum upplifun minni af að hlusta á Daniel Fisher segja frá hugmyndafræðinni í starfi sínu og eigin reynslu af bata frá geðklofa. Fisher talaði um geðveiki sem brunn þekkingar sem ekki bara geðveikir geta nýtt sér heldur þekkingu sem samfélagið allt getur lært af. Ein af lykilhugmyndum þeirrar þekkingar er að ranghugmyndir eru ekki einfaldlega rangar, og það getur búið skynsemi í ofskynjunum. Með öðrum orðum, eins og Fisher sagði: „there is meaning in madness“.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 13. jan 2011

Hugmyndafræði hagfræðinnar og markaðsvæðing atvinnulífsins.

Í grein skrifaðri til varnar kapítalismanum skrifar Fareed Zakaria fjármálakreppuna að stórum hluta á reikning makróhagfræði, þ.e.a.s. á lága vexti bandaríska seðlabankans og þenslunnar sem þeir ollu. Áhugaverðara er að hann, þrátt fyrir að hafa reynt að horfa fram hjá því, endar á því að segja kreppuna hvíla á siðferðilegum grunni. Hann segir það sem gerðist hafa verið löglegt en siðlaust og segir að bankamenn hafi áður litið á sig sem varðmenn fjármálanna og fundist þeir ættu að fara með fjármuni annarra af ábyrgð. Þeir hafi í seinni tíð beint sjónum sínum einkum að gróða, óvissir um framtíð sína og fyrirtækisins og sagt viðskiptavinum einfaldlega það sem þeir vildu heyra.1 Hér verður rýnt í hugmyndafræði um hvernig markaðsvæðing atvinnulífsins hefur breytt starfsmannaumhverfi fjármálafyrirtækja.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 11. jan 2011

Forsendur, hvatar og starfsumhverfi í fjármálakerfinu.

Eitt aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins síðustu tvö ár hefur verið um bankamenn. Eru bankamenn vondir menn eða vitlausir? Hvernig gátu bankarnir keyrt á fullri ferð fram af brúnninni með allt hagkerfið hangandi á eftir sér? Skilgreining á bankamönnum á þá væntanlega við alla sem unnu í bönkunum. Það er erfitt að skilja hvernig hættumerkin virtust fara fram hjá öllu því fólki sem vann í fjármálakerfinu.
Hér verður fjallað um hvernig umhverfi fólks í fjármálakerfinu var ekki til þess gert að hvetja það til þess að taka vel ígrundaðar ákvarðanir, leita frumlegra leiða og horfa til framtíðar.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 6. jan 2011

Íslenska sérleiðin í dægurtónlist

djass

Blanda harmonikku, ættjarðarljóða og popptónlistar er vissulega áhugaverð og einstök blanda enda gjarnan kölluð íslenska sérleiðin í dægurtónlist. Mikið hefur verið fjallað um þessa sérleið en minna um uppruna hennar og orsakir. Hér verður ljósi varpað á forsöguna með von um að skilningur aukist á sögulegum áhrifaþáttum í mótun íslensks tónlistarlífs. Sjónum verður beint að tímabilinu frá 1940 til 1960 og kannað hvað gerðist, hvað var sagt um tónlist og hver staða hennar var í hugum landsmanna.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 4. jan 2011

2011

Ritstjórn Hugsandi óskar lesendum gleðilegs og góðs árs. Eftir örlítið hlé yfir hátíðarnar byrja birtingar nú aftur og verða tvisvar í viku fram að sumri. Fylgist því með á þriðjudögum og fimmtudögum. Einnig má benda á síðu Hugsandi á Facebook en þar er jafnan tilkynnt um birtingu nýrra greina.

Lesa áfram »


Þessi síða

Leita á þessari síðu


Takk fyrir

Hugsandi.is þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning:


ISSN