Greinar í flokknum Sagnfræði

þriðjudagur, 17. maí 2011

Deutsch-Punk

berlinarmur

Það þrátta fáir um það hvort pönk hafi verið tíska. Þrátt fyrir ýmsar samfélagsádeilur sem pönkarar Bretlands og Bandaríkjanna háhrópuðu um á tónleikum sínum verður því ekki neitað að það þótti töff að vera reiður. Breska pönkið sló fljótt í gegn í Þýskalandi og í Vestur Þýskalandi spruttu brátt upp pönkhljómsveitir í röðum.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 31. mar 2011

Geimskipið Jörð

Aldrin_Apollo_11_original

„That‘s one small step for a man, one giant leap for mankind.“ Þessa frægu orð sagði geimfarinn Neil Armstrong þegar hann steig fyrstur manna á tunglið 21. júlí 1969. Sá atburður markaði tímamót í vísindum og batt einnig ákveðinn endahnút á geimkapphlaupið. Upplýsingarnar sem kapphlaupið gaf af sé hafði mikil áhrif á mannkynið. Einstaklingurinn varð miklu minni en áður, hann var ekki lengur einungis hluti af fjölskyldu, bæjarfélagi, þjóð og svo loks mannkyninu heldur var mannkynið orðið samfélag á pínulitlu rykkorni í endalausum heimi. Ekki nóg með að heimurinn væri endalaus heldur hlaut að finnast vitsmunalíf annarsstaðar í heiminum sem gæti barið að dyrum hvenær sem er. Þetta leiddi til menningarbreytingar þar sem maðurinn stóð nú undir óljósum kröfum alheimsins. Sérstök geimaldarmenning myndaðist.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 29. mar 2011

Ska og skinheads: Af hverju ska tónlistarstefnan er svo oft tengd við rasisma og kynþáttafordóma

two-tone-logo

Ska er tónlistarstefna sem átti upptök sín í Jamaica á 6. áratugnum. Ska var undanfari reggae og rocksteady og sameinaði eiginleika karabísks mento1 og bandarískum djass. Ska er yfirleitt skipt niður í þrjú skeið: Upprunalega skeiðið í Jamaica á 7. áratugnum, „Two tone“ skeiðið á Bretlandi á 8.áratugnum og þriðja skeiðið sem byrjaði á seinni árum 9.áratugarins en náði hátindi vinsældar sinnar á 10.áratugnum.2 Ska var í byrjun aðallega vinsælt í Jamaica en fór síðan að laða að sér sérstaka félagshópa eins og pönkara, skinheads og suedeheads. Það var til þess að Ska fékk slæmt orð á sig, þá aðallega fyrir að vera rasísk og fordómafull stefna. Í þessari grein verður rýnt í eiginleika Ska og hvaða ástæða sé fyrir því að stefnan laði að sér flokka kynþáttahatara.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 8. mar 2011

Hvað er góð sagnfræði?

Saga

Hvað einkennir góða sagnfræði? Það er spurning sem 21 fræðimaður hefur reynt að svara í nýjasta hefti Sögu, tímarits Sögufélags. Þar fjallar hver fræðimaður um eitt sagnfræðirit og útlistar hvers vegna viðkomandi skrif teljist góð sagnfræði. Ef marka má þetta heftið þá er það aðallega þrennt sem einkennir góða sagnfræði: stíll, aðferð og erindi rannsóknarinnar við sagnfræðinginn.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 3. feb 2011

Hvað vitum við um söguna? Íslandssagan í gagnrýnu ljósi-seinni hluti

Íslendingabók

Völuspá er aðeins eitt dæmi af mörgum um það hversu lítið við í raun vitum um sögu okkar og menningu, og hversu erfitt er að draga ályktanir af því sem við þó höfum í höndunum. Annað gott dæmi er Íslendingabók, okkar elsta rit að talið er, í það allra minnsta elsta sagnfræðirit Íslendinga. Elsta varðveitta gerð hennar er þó ekki eldri en frá 17. öld, vel læsileg og er til sýnis í Þjóðminjasafninu fyrir hvern þann sem fýsir að skoða. Engu að síður er upphafleg gerð hennar talin vera frá öndverðri 12. öld (nánar tiltekið er hún talin skrifuð milli 1122 – 1133). Hún er ennfremur eignuð höfundi, Ara fróða Þorgilssyni, og í hana og höfund hennar er víða vitnað í fornritunum. Þó getum við ekki vitað með vissu að hann hafi skrifað hana, eða að bókin sé þetta gömul, með neinni vísindalegri fullnustu. Besta svarið er að líklega er bókin þetta gömul og að öllum líkindum samdi Ari fróði hana. Þar sem ekki verður endanlega gengið úr skugga um höfundinn, og í ljósi þess að annað er afar ólíklegt, þá getum við gengið að því sem vísu að Ari hafi skrifað Íslendingabók uns annað kemur í ljós.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 1. feb 2011

Hvað vitum við um söguna? Íslandssagan í gagnrýnu ljósi-fyrri hluti

AV-handrit2

Haustið 2009 leitaði ég einu sinni sem svo oft áður heimilda, í það skiptið vegna fyrirlesturs fyrir áfanga um eddu- og dróttkvæði við íslenskuskor Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn átti að fjalla um varðveislu Völuspár, gerðir hennar og útgáfur. Um það efni hafa verið rituð heil reiðinnar býsn svo af nógu var að taka, og að sama skapi þarf vart að taka fram að skoðanir fræðimanna á kvæðinu eru ekki mikið færri en þeir sem hafa tekið það til meðferðar síðastliðin 80 ár eða svo. Þráinn Löve er einn þeirra en hann taldi kvæðið ekki með nokkru móti geta verið samið á Íslandi vegna þeirrar Óðinsdýrkunar sem þar kæmi fram, enda hefðu Íslendingar ekki mikið haldið upp á Óðin svo sannað verði. Þá leggur hann fram þá tillögu að Egill Skallagrímsson sé höfundur Völuspár.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 6. jan 2011

Íslenska sérleiðin í dægurtónlist

djass

Blanda harmonikku, ættjarðarljóða og popptónlistar er vissulega áhugaverð og einstök blanda enda gjarnan kölluð íslenska sérleiðin í dægurtónlist. Mikið hefur verið fjallað um þessa sérleið en minna um uppruna hennar og orsakir. Hér verður ljósi varpað á forsöguna með von um að skilningur aukist á sögulegum áhrifaþáttum í mótun íslensks tónlistarlífs. Sjónum verður beint að tímabilinu frá 1940 til 1960 og kannað hvað gerðist, hvað var sagt um tónlist og hver staða hennar var í hugum landsmanna.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 11. nóv 2010

Eru sagnfræðingar til einhverja hluta nytsamlegir og hvernig viljum við nota söguna?

Fyrir tæpum 30 árum hvatti Björn heitinn Þorsteinsson prófessor sagnfræðinga til samstöðu og dáða og vísaði m.a. til fordæmis Brigitte Bardot sem hafði þá barist einarðlega fyrir friðun selkópa – sagnfræðingum vantaði þessa köllun dýravinarins að mati Björns. Hann taldi það helst vera í skjala-og heimildamálum sem úrbóta væri vant. Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 var haldin fundur um starfsvettvang sagnfræðinga undir titli Björns, að vísu með viðbættu spurningarmerki, „Aumastir allra?“

Lesa áfram »

fimmtudagur, 6. maí 2010

Að ræna Pétur til að borga Páli

Yfirstandandi fjármálakreppa leiddi meðal annars í ljós að ýmis viðskiptaveldi reyndust byggð á sandi og stærstu fjármálafyrirtæki heims hrundu eins og spilaborgir. Í verstu tilfellum kom í ljós að engar raunverulegar fjárfestingar höfðu átt sér stað heldur voru jafnvel heilir sjóðir einungis svikamyllur þar sem eldri fjárfestum var greiddur út tilbúinn „arður“ með innstreymi fjármagns frá nýjum fjárfestum. Ráðabrugg af þessu tagi er oft nefnt Ponzi-svik.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 29. apr 2010

Diskó - gervigleði á hjólum

Diskóið markaði upphafið að nútíma dans- og popptónlist. Í diskótónlist var lögð meiri áhersla á taktinn en allt annað. Diskó var nefnt eftir diskótekum, klúbbum sem spiluðu ekkert annað en tónlist til að dansa við. Flest diskótekin í New York á áttunda áratugnum voru hommanæturklúbbar, og plötusnúðar þessara klúbba völdu sérstaklega sálar (e. soul) og fönk plötur sem höfðu sterkan og þungan takt. Fljótlega fóru plötufyrirtæki og framleiðendur að búa til plötur sérstaklega fyrir diskótekin. Diskóið var ef til vill eitthvað „þar sem hamingjusama fólkið var“, en í raunveruleikanum fóru saman diskótek og óhamingja eða óánægja á sama hátt og diskókúlur og gervidemantar.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 27. apr 2010

Prog rokk

hinn íslenski þursaflokkur

Hér verður prog rokk (e. Progressive rock) skoðað og leitast við að skýra þær aðstæður sem það er sprottið úr og hver áhrif erlendra proggtónlistarmanna voru á íslenskt tónlistarlíf á 7. og 8. áratugnum. Einnig verður fjallað um hvernig dæmigerð íslensk progghljómsveit, Þursaflokkurinn, mótaðist og vann tónlist sína.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 25. mar 2010

Þjóðir, þjóðminjar og afmörkun sjálfsmynda

582px-Ac_marbles

Nú þegar Íslendingar og Grikkir eiga það sameiginlegt að há erfiða baráttu vegna efnahagskreppunnar er kannski við hæfi að rifja upp aðra baráttu sem þjóðirnar hafa átt sameiginlega og snerist að mörgu leyti um það sem nú á dögum ber einnig iðulega á góma í kreppuþrunginni umræðunni, nefnilega sjálfsmyndir þjóða og sjálfstæði þeirra í alþjóðlegu samfélagi þjóða. Sú barátta snerist um menningarminjar sem bæði Íslendingar og Grikkir töldu vera sína réttmætu eign þrátt fyrir að þær væru í höndum erlendra þjóða og hefðu verið í lengri tíma. Þetta voru því þjóðminjar í augum þeirra þjóða sem gerðu tilkall til minjanna. Það sem hér um ræðir eru annars vegar handritin sem voru í Danmörku þar til árið 1971 að þau komu til Íslands og hins vegar hinar grísku Elgin-töflur sem enn eru á safni í Bretlandi.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 4. mar 2010

Ný menntun

Menntaskólinn_við_Hamrahlíð

Hvað viljum við að framhaldsskólanemendur læri? Eru einhver atriði sem við getum ekki hugsað okkur að fólk með stúdentspróf geti verið án? Ef svo er snúast þessi atriði um þekkingu eða færni? Nú fer fram endurskoðun á inntaki náms í framhaldsskólum en hvað er þar í umræðunni? Hvernig passa breytingarnar við önnur skólastig? Hér verður sagt frá breytingum sem unnið er að í sögu.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 19. jan 2010

Að kasta eins og stelpa

Að kasta eins og stelpa er vel þekkt í daglegri orðræðu og þýðir að kasta illa, stutt eða laust. Stelpuköst eru undantekningalítið gripin samstundis af andstæðingnum eða varin fyrirhafnarlítið af markmanni sé þeim beint að marki. Að bendla slæma framistöðu í íþróttum við konur er vel þekkt minni úr dægurkúltúrnum. Hver hefur ekki séð bíómyndir þar sem þjálfarinn hellir sér yfir strákana í leikhléi og spyr þá hvort þeir ætli að leika eins alvöru íþróttamenn eða kjéllingar, nú eða heyrt svipaðar ræður frá leikfimikennara í grunskóla? Í þessu greinarkorni verða stelpuköstin skoðuð út frá kenningum femínískra fræðimanna um íþróttir og líkama kvenna.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 22. okt 2009

Um listina að klófesta bráð - seinni hluti

de_arte_venandi_cum_avibus

Á miðöldum var ritaður fjöldi bóka um fálkahald og þjálfun ránfugla. Við lestur þessara rita má greina hvaða augum fálkahaldarar miðalda litu náttúruna. Í fyrri hluta greinarinnar var uppruni og iðkun fálkahalds á miðöldum rakin. Þá var fjallað um fyrsta þekkta lærdómsritið um fálkahald sem skrifað var á latínu, De Avibus Tractatus eftir hinn enska Adelard frá Bath. Í þessum síðari hluta verður bókin De Arte Venandi cum Avibus eða Listin að veiða með fuglum eftir keisarann Friðrik II af Hohenstaufen (1194-1250) skoðuð. Vegna rannsókna og náttúrufræðitilrauna sinna er Friðrik II oft nefndur fyrsti fuglafræðingurinn. Og enn er bók hans, sem talin er hafa valdið straumhvörfum í vísindalegri lýsingu í dýrafræði, vel þekkt meðal fuglaskoðara og fálkahaldara um allan heim.

Lesa áfram »

mánudagur, 19. okt 2009

Um listina að klófesta bráð – fyrri hluti

bayeuxrefill (2)

Fálkahald er listin, eða íþróttin, að klófesta bráð með notkun þjálfaðra ránfugla. Á miðöldum var fálkahald vinsælt áhugamál hefðarmanna og þó nokkrar bækur voru skrifaðar um þjálfun ránfuglanna og umgengni við þá. Við lestur og samanburð slíkra rita kemur glögglega í ljós á hvaða hátt fálkahaldarar og aðrir miðaldamenn upplifðu náttúruna. Slíkur samanburður leiðir einnig í ljós hve ólíkar birtingarmyndir náttúrunnar voru og hvernig þær þróuðust frá allt að goðsagnakenndum lýsingum yfir í hreina náttúruskoðun byggða á empírískum rannsóknum. Í fyrri hluta þessarar greinar er sjónum beint að uppruna og iðkun fálkahalds og litið í ritið De Avibus Tractatus eftir Englendinginn Adelard frá Bath en það er fyrsta þekkta lærdómsritið um fálkahald sem ritað var á latínu. Í síðari hluta greinarinnar verður fjallað um bók Friðriks II af Hohenstaufen (1194-1250) De Arte Venandi cum Avibus eða Listin að veiða með fuglum en það rit er talið hafa valdið straumhvörfum sem meistaraverk í vísindalegri lýsingu í dýrafræði.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 29. sep 2009

Pólitísk áhrif pyntinga

Dick Cheney

Ein afleiðing pyntinga að hálfu lýðræðisríkja er sú, að þau ríki sem eru að stíga sín fyrstu skref á lýðræðisbrautinni, nýta sér einnig þessar aðferðir. Gott dæmi um slíkt er Egyptaland um miðja síðustu öld. Nasser, forseti hins nýstofnaða lýðveldis, var ákveðinn í því að landið skildi nútímavæðast hratt, veraldleg skipan stjórnmála var sett í forgang, um leið og dregið var úr áhrifum íslam.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 1. sep 2009

„Tunglaldarkynslóðin“ - fréttir af tungllendingunni í íslenskum dagblöðum í júlí 1969

tunglganga

Þegar Neil Armstrong steig fyrstu skref mannsins á tunglinu í júlí 1969 fylgdust fjölmiðlar um allan heim með leiðangri hans og félaga í Appolló 11. Íslensk dagblöð fjölluðu ítarlega um tungllendinguna og oft létu menn stór orð falla í tilefni þessara tímamóta sem mörkuðust líklega frekar af hátíðleikablæ heldur en af fullri alvöru. Á þann hátt var fjallað um ferðina í Lesbók Morgunblaðsins þann 16. júlí, sem var brottfarardagur geimfaranna frá jörðu. Þar voru vonir bundnar við að mannkynið gæti í sameiningu bætt lífskjörin hér á jörðu fyrst hægt væri að senda mann til tunglsins.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 16. jún 2009

Býr Íslendingur hér? og Sagan sem mátti ekki segja

Hér á eftir mun verða rætt um tvær sjálfsævisögur. Efni bókanna verður rakið í stórum dráttum, aðferðir og heimildanotkun gagnrýnd. Sagnrýni þessi var unnin haustið 2001, í námskeiðinu Sagan, minnið og persónulegar heimildir, sem Sigurður Gylfi Magnússon kenndi. Bækurnar sem um ræðir eru Býr Íslendingur hér sem er um minningar Leifs Muller, en hann lenti í klóm Nasista og þrælkunarbúðum þeirra. Búðirnar hétu Sachsenhausen og voru staðsettar rétt fyrir utan Berlín. Hin bókin fjallar um endurminningar Björns Sv. Björnssonar og heitir Ævi min og sagan sem mátti ekki segja. Þar er sagt frá störfum Björns í Þýskalandi og þjónustu hans í þýska hernum á tímum Hitlers. Garðar Sverrisson ritar sögu Leifs og Nanna Rögnvaldsdóttir sögu Björns.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 26. maí 2009

Um ævisögur, æviþætti og endurminningar

marthinius_simson

Ævisögur eða þættir og endurminningar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í gegnum tíðina. Þessi heimildaflokkur er því nokkuð stór og kallar eðlilega á athygli þeirra fræðimanna sem fást við rannsóknir á einstaklingum og hópum í íslensku samfélagi. Það er þó ekki fyrr en á síðustu árum sem ævisögur fóru að fá á sig fræðilegt yfirbragð og myndarlega tilvísana- og heimildaskrár. Ævisögur voru framan af meira í ætt við áróðursbókmenntir þar sem leitast var við að fegra viðfangið eða réttlæta gjörðir þess. Enn koma upp atvik þar sem virtir sagnfræðingar falla í þá gryfju og er þar skemmst að minnast ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar eftir Guðjón Friðriksson og bókina um Thorsarana eftir Guðmund Magnússon. Ævisögur eru því langt í frá einfaldar heimildir þótt þær teljist sjaldnast til merkra fræðibókmennta. Hér verða raktir helstu erfiðleikar við notkun slíkra rita við rannsókn á dönskum innflytjendum 1900-1970 auk þess sem notagildi þeirra verður skoðað.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 14. maí 2009

Pyntingar í nútíma lýðræðisríkjum

Umfjöllun um pyntingar hefur verið áberandi í fjölmiðlum vestanhafs undanfarnar vikur, og þá sérstaklega sú ákvörðun núverandi Bandaríkjastjórnar að birta minnisblöð ríkisstjórnar George W. Bush sem snéru að því ákvörðunarferli sem átti sér stað eftir árásirnar 11. september. Þá ákvað ríkisstjórn Bush að fulltrúum ríkisins (þ.e.a.s. hernum, leyniþjónustunni og alríkislögreglunni) væri heimilt að beita aðferðum sem ríkisstjórnin skilgreindi sem „aukinni hörku í yfirheyrslum,“ aðferðum sem í flestum öðrum lýðræðisríkjum heims eru skilgreindar sem pyntingar. Þessum aðferðum skyldi beitt á skipulagðan hátt til að afla upplýsinga um hugsanlegar árásir á Bandaríkin og bandaríska þegna og verja þjóðaröryggi landsins. Hér verður litið á pyntingar og stöðu þeirra meðal lýðræðisríkja.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 19. mar 2009

Dauðarokk

death_band

Ef að það er eitthvað sem allar lífverur þessarar jarðar eiga sameiginlegt er það að lífsferli þeirra mun einn daginn ljúka. Dauðinn er þar af leiðandi það eina sem maðurinn getur gengið að sem vísu. Dauðleiki mannsins er án efa hans stærsti ótti en um leið það sem gefur lífi hans tilgang, því til þess að öðlast tilgang þarf lífsferillinn að hafa endi. Þessi kaldhæðnislegi sannleikur dauðans hefur gert hann að einu helsta umfjöllunarefni listamanna, og eru tónlistarmenn þar engin undantekning. Í byrjun tíunda áratugarins braust fram á sjónarsviðið tónlistarstefna sem ekki aðeins fjallaði um dauðann heldur beinlínis kenndi sig við hann.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 17. mar 2009

Spaghetti vestrar - tónlistin

clinteastwood

Spaghetti vestrarnir, kvikmyndirnar og tónlistin endurspegluðu það samfélag sem þeir komu frá. Þetta voru eftirstríðsárin á Ítalíu, landi sem barðist í síðari heimstyrjöldinni og beið ósigur. Þá hafði landið verið undir stjórn Benito Mussolini og höfðu flestir þeir Ítalir, sem komu að þessum vestrum, alist upp undir fasistastjórn hans.
Vestrarnir gerðust því oft á tímum þrælastríðsins í Bandaríkjunum og þar á eftir, þar sem fólk var að byggja upp samfélagið og hefja nýtt líf eftir stríð og tónlistin styður þetta.

Lesa áfram »

mánudagur, 2. mar 2009

Miklatún

Tillaga Reynis í hugmyndasamkeppninni 1957

Almenningsgarðar fyrirfinnast í flestum borgum heims. Á Íslandi náðu almenningsgarðar ekki rótfestu fyrr en í byrjun 20. aldar. Hér verður fjallað um Miklatún en hugmyndir um að gera almenningsgarð þar komu ekki fram fyrr en um miðja 20 öld. Miklatún er miðsvæðis í Reykjavík á svæði sem afmarkast af Flókagötu, Lönguhlíð, Miklubraut og Rauðarárstíg. Hér verður skoðað hvernig þróun garðsins hefur átt sér stað og hvernig Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt kemur að hönnun garðsins, en skipulag garðsins í dag er unnið eftir hönnun hans. Reynt verður að rýna í rýmismyndun, flæði, formfræði og hugmyndafræði Miklatúns.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 29. jan 2009

Aðferðafræði og athugunarefni í hugmyndasagnfræði: Quentin Skinner

[caption id="attachment_1051" align="aligncenter" width="252" caption="Quentin Skinner"]quentin-skinner[/caption]

Allar þær hugmyndir um stjórnskipulag, stjórnmál og samfélag sem nú koma fram í hverju horni leiðir hugann að því hvernig best sé að skýra og skilja slíkar hugmyndir. Ætti athyglin að beinast að efnahagslegum bakgrunni hugmynda og texta? Eða er pólitískt og félagslegt umhverfi textans betur til þess fallið að skilja hvaðan hugmyndirnar koma, hver meining þeirra er og hvernig megi skilja þær? Eða er textinn sjálfur nægilegur til þess að komast að merkingu hans? Í samræmi við heiti greinarinnar verður grafist fyrir um svör við þessum spurningum út frá sagnfræði.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 27. jan 2009

Gammabrekka

Póstlisti sagnfræðinga og annars áhugafólks um sögu, Gammabrekka, er oftast nær vettvangur tilkynninga um ýmsa áhugaverða viðburði sem snerta fagið. Stundum verða nokkrar umræður manna á milli um málefni sem upp koma innan fræðanna. Má þá jafnan treysta því að einhver sé ósammála síðasta ræðumanni og láti vita af því með ákveðni. Í síðustu viku hófust hins vegar umræður um málefni líðandi stundar og hrúguðust svörin inn. Tilefnið var „fyrsti í byltingu“ – mótmælin við þingsetningu og viðbrögðin við þeim. Umræðunum var komið af stað með lítilli spurningu en hægt er að líta á öll svörin sem hugleiðingar um hlutverk sagnfræðinnar. Sem slík valda svörin óneitanlega vonbrigðum.

Lesa áfram »

föstudagur, 23. jan 2009

Sagnfræði og kynverund-vangaveltur 2.hluti

stinning

Hugmyndir mannskepnunar um sjálfa sig, eigin hegðun og atferli eru ekki eðlisbundinn fasti, heldur mótast af félagslegu umhverfi og menningu. Í seinni hluta þessarar greinar ræðir höfundur um menningarbundna merkingu kynhegðunar og hvernig hún er augljóslega breytileg eins og samanburður evrópska 20.alda hugmynda við aðrar samfélagsgerðir leiðir í ljós.

Lesa áfram »

miðvikudagur, 21. jan 2009

Sagnfræði og kynverund-vangaveltur 1.hluti

fritz_kahn_kynfaeri_konu_er_skrymsli

Sagnfræðingar hafa á seinustu árum og áratugum tekið að rannsaka sífellt fjölbreyttari viðfangsefni. Meðal þess sem ritað hefur verið um er saga kynverunda - eða það sem kallað hefur verið history of sexuality. En hvernig má nálgast sögu hins kynferðislega sviðs fortíðarinnar? Þeirri spurningu er velt upp í þessu greinarkorni. Reifaðar eru kenningar um kynverund (e. sexuality) sem kunna að nýtast til skilnings á fortíðinni.

Lesa áfram »

föstudagur, 12. des 2008

Íþróttir fyrir alla. Sigur fyrir suma. 2. hluti

Í fyrri hluta þessarar greinar var fjallað um þáttöku kvenna og þær hindranir sem fyrstu íþróttakonur síðustu aldar þurftu að ganga í gegnum til að öðlast viðurkenningu á jafnréttisgrundvelli. Sagan var rakin í gegnum Ólypíuleikanna, sem eru ágætis vottur um gildi og viðmið í íþróttum hverju sinni.Framan af voru æxlunarfæri kvenna þungamiðja þess málsstaðar að konum væri ekki óhætt að stunda íþróttir af kappi, en samkvæmt læknisrannsóknum frá fyrrihluta aldarinnar áttu íþróttakonur það á sífelldri hættu að leg þeirra hreinlega hristist í sundur. Eftir að útséð var um að leg kvenna tættist ekki upp við líkamlega áreynslu fór íþróttaiðkun og keppni kvenna vaxandi ár frá ári. Þessari staðreynd hafa íhaldsamir íþóttasagnfræðingar verið duglegir að veifa framan í femínista sem að þeirra mati snúa út úr staðreyndum málsins. Þáttakendafjöldi er þó aðeins ein hliðmálsins og allt fram til síðustu aldamóta þurftu íþróttakonur að glíma við fjandsamleg viðhorf gagnvart kynferði þeirra á íþróttaleikvanginum.

Lesa áfram »

miðvikudagur, 3. des 2008

Íþróttir fyrir alla. Sigur fyrir suma. 1.hluti

Íþróttasögu tuttugustu aldar má í stórum dráttum hnýta saman við sögu nútíma Ólympíuleika sem fyrst voru haldnir 1896. Síðan þá hafa þeir verið haldnir á fjögurra ára fresti , nema styrjaldarárin 1916, 1940 og 1944. Ólympíuleikarnir urðu fljótlega stærsta íþróttamót veraldar og er í dag stæsti skipulagði viðburður á heimsvísu. Ólympíuleikarnir hafa verið tækifæri til að styrkja innri stoðir íþróttahreyfigarinnar á alþjóðlegum grundvelli, samræma reglur og halda úti alþjóðlegri metaskrá. Á Ólympíuleikum hafa líka verið sett félagsleg gildi og viðmið sem íþróttastarf útum allan heim tekur mið af. Þó að sögu Ólympíuleikanna sé ætlað að vera saga glæsilegra sigra, heimsmeta og dramatíkur á vellinum má hinsvegar ekki gleyma að hún er einnig saga togstreitu, hagsmunaárekstra og viðhorfs gagnvart íþróttum.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 4. nóv 2008

Upplýsing og afneitun: Undir oki siðmenningar. Seinni hluti – hamingja, sektarkennd og frelsun

Tilgangur lífsins er, samkvæmt Freud, að vera hamingjusamur sem þýðir bæði að leitast eftir sælu og forðast sársauka og óþægindi. Þessu náum við hins vegar aldrei því langvarandi hamingja er ómöguleg - sæla og hamingja mótast og eru skilgreindar af andstæðu sinni. Þjáningin leitar á okkur úr þremur áttum, frá okkur sjálfum og líkama okkar, frá veröldinni í kringum okkur og að lokum frá mannlegum samskiptum. Allar leiðir sem okkur eru færar til að forðast þessar byrðar lífsins falla undir hatt siðmenningarinnar, sem er eins konar vörn gegn sársaukanum og þjáningunum sem mynda líf okkar. Á hinn bóginn er siðmenningin það sem helst ýtir undir óhamingju okkar og áðurnefndar leiðir eru einungis flóttaleiðir sem gera lífið bærilegt en úthýsa ekki þjáningunni.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 30. okt 2008

Upplýsing og afneitun: Undir oki siðmenningar. Fyrri hluti – aðferð, framfarir og fullkomnun.

Áhrifa Sigmunds Freuds gætir hvarvetna í dag og kenningar hans hafa orðið hluti af almennum orðaforða. Það er ekki ástæðulaust að Freud hefur verið nefndur „Kólumbus hugans". Áhrifamáttur Freuds á sjálfsmynd nútímafólks hvetur okkur til að líta á áhrifavalda hans. Hér verður litið á hvernig Freud brást við hugsjónum upplýsingarinnar í einni af síðustu bókum sínum, Undir oki siðmenningar. Freud hafnaði möguleikanum á mörgum hugsjónum upplýsingarinnar jafnframt því að efast um hvort gott væri að reyna að ná þessum göfugu markmiðum en á sama tíma hélt hann kyndli upplýsingarinnar hátt á lofti.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 23. okt 2008

Umfjöllun um bókina They Would Never Hurt a Fly eftir Slavenku Drakuli?, söguskoðun í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og áhrif hennar á afstöðuna til stríðsglæpa og ímynd stríðsglæpadómstólsins í Haag. 2 hluti

Í bók sinni They Would Never Hurt a Fly skrifar Slavenka Drakuli?
út frá gerendum en ekki fórnarlömbum stríðsins í fyrrum Júgóslavíu á árunum 1991-1995. Áður hafði hún fyrst og fremst fjallað um stríðið út frá fórnarlömbum og taldi að slík umfjöllun ein gæti varpað ljósi á hörmungarnar sem fylgja stríði. Þegar höfundurinn var í Þýskalandi að kynna bók sína S. sem fjallar um konur sem voru fórnarlömb skipulagðra nauðgana í stríðinu, varpaði einn áheyrenda fram þeirri spurningu hvort að hún hefði aldrei hugsað sér að skrifa út frá sjónarhóli gerenda. Svarið sem var: „Nei, það myndi ég aldrei gera“. Viðbrögð hennar sjálfrar vöktu hana til umhugsunar um það hvort að það væri hægt að skilja gerðir stríðsglæpamanna og hvort að það ætti á annað borð að reyna það? Einnig fjallar hún um tilhneigingu fólks almennt til að vilja stimpla stríðsglæpamenn sem ófreskjur, manneskjur sem fremji slík brot geti ekki verið verið eins og við hin. Ef við viljum trúa því að gerendurnir séu skrímsli er það vegna þess að við viljum búa til sem mesta fjarlægð milli þeirra og okkar sjálfra.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 21. okt 2008

Umfjöllun um bókina They Would Never Hurt a Fly eftir Slavenku Drakuli?, söguskoðun í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og áhrif hennar á afstöðuna til stríðsglæpa og ímynd stríðsglæpadómstólsins í Haag. 1.hluti

Stríðið á Balkaskaga á tíunda áratug síðustu aldar hefur mótað söguskoðun ríkjanna sem byggðu Júgóslavíu: Serbíu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, F.J.L. Makedóníu, Svartfjallalands, Slóveníu og Kósóvó. Þrátt fyrir að eining og bræðralag hafi einkennt sambýlið á tímum leiðtogans Jóseps Tito og árin eftir að hann lést árið 1980 urðu þau þjóðernisstefnu að bráð og upp úr sauð á milli landanna og stríð braust út árið 1991. Í bókinni They Would Never Hurt a Fly sem kom út árið 2004 eftir Slavenku Drakuli? er fjallað um það frá ýmsum hliðum hvernig ríki fyrrum Júgóslavíu takast á við minningar stríðsins einkum er varða stríðsglæpi er framdir voru af öllum þjóðarbrotum á stríðstímanum. Þá ræðir hún einnig þá mynd sem ríkin í fyrrum Júgóslavíu draga upp af stríðinu og ímynd þeirra á stríðsglæpadómstólnum í Haag. Drakuli? sem er króatískur rithöfundur og blaðakona hefur gefið út nokkrar bækur sem fjalla um stríðið í fyrrum Júgóslavíu en lagt áherslu á reynsluheim fórnarlamba, til dæmis fjallar bókin S. frá árinu 2000 um múslimskar konur sem voru fórnarlömb skipulagðra nauðgana í Bosníu á stríðstímanum. Í bókinni They Would Never Hurt a Fly er athyglin á gerendum en hún dvaldi í fimm mánuði í Haag og fylgdist með réttarhöldum yfir stríðsglæpamönnum. Það sem vakti fyrir henni þegar bókin var skrifuð var fyrst og fremst að koma í veg fyrir það að glæpirnir er voru framdir féllu í gleymsku og mótmæla því sem hún telur of ráðandi í sögumótun ríkja fyrrum Júgóslavíu, að breiða yfir og gleyma því ljóta

Lesa áfram »

fimmtudagur, 18. sep 2008

Kyn, kommúnistar og kaþólikkar: Útópía eftir Thomas More

thomas-more-hans_holbein_d_j_065
Thomas More

Fjögur hundruð árum eftir afhöfðun pólitíkusins, rithöfundarins og enska aðalsmannsins Thomas More tók kaþólska kirkjan hann í dýrlingatölu. Um svipað leyti, á millistríðsárum 20. aldar, heiðruðu sovésk stjórnvöld hann með minnisvarða í Kreml. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu óvanalegt var að kommúnistar og kaþólikkar væru sammála um ágæti einhvers. Útópíur Rómar og Moskvu voru enda afar ólíkar. Hér verður Útópía Thomas More til umfjöllunar og litið á hvernig fræðimenn tengdir kaþólsku og kommúnisma hafa túlkað kynhlutverk í bráðfyndinni ferðasögu frá sextjándu öld sér í hag.

Lesa áfram »

föstudagur, 18. júl 2008

Ekta íslenskt pönk?

Oliver Sacks hélt því fram að við hefðum hvert okkar skapað okkur eigin ævisögu, eigin frásögn sem hefur þann tilgang að vera ævi okkar. Segja má að hvert okkar skapi og lifi eigin frásögn og að hún sé það sem við byggjum sjálfsmynd okkar á. En hvað gerist þá þegar við freistumst eða jafnvel teljum okkur hafa ástæðu til þess að hjúpa sjálfið goðsagnakenndum blæ?

Lesa áfram »

fimmtudagur, 26. jún 2008

Umburðarlyndi og útilokun

John Locke
John Locke

Eitt þess sem saga Evrópu hefur snúist um í meira en 500 ár er umburðarlyndi og skortur á því. Í dag er umburðarlyndi talið meðal þess merkasta sem innræta beri æskunni, til dæmis er umburðarlyndi talið upp í inngangshluta nýrra laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla sem grunngildi menntunar. Hvort umberi eigi náungann, hvernig megi fara að því og hvernig skuli skilja á milli þess sem hægt er að líða og hins sem ekki megi umbera hefur alltaf verið umdeilanlegt og breytingum undirorpið. Hér verður einum merkilegum grunntexta evrópsks umburðarlyndis, Bréf varðandi umburðarlyndi eftir John Locke, gerð stutt skil og velt vöngum yfir takmörkunum umburðarlyndis.

Lesa áfram »

föstudagur, 6. jún 2008

Á ég að gæta bloggs bróður míns? Seinni hluti.

Bloggviðmót fortíðar?

Möguleikar íslenskra sagnfræðinga á því að nýta sér blogg sem heimildir einskorðast ekki við það efni sem varðveitt er undir formerkjum hinnar íslensku netsöfnunar. Þó svo íslenska netsöfnunin nái aðeins aftur til ársins 2004 er saga hinnar alþjóðlegu netsöfnunar mun lengri. The Internet Archive veitir aðgang að safnkosti sínum í gegnum notendaviðmót sem kallað er því skemmtilega nafni The Way Back Machine. Tímavél þessi sýnir hvernig tiltekin vefslóð leit út á tilteknum tímapunkti.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 5. jún 2008

Á ég að gæta bloggs bróðurs míns? Fyrri hluti.

Adsız

Það er óumdeilanlegt að hinir rafrænu miðlar hafa tekið við af pappírnum og taka vinnulag og lagasetning sífellt meira mið af þeirri staðreynd. Sumir hlutar þessarar hljóðlátu byltingar eru skýrari en aðrir, tölvupósturinn er t.d. hvað sem framsetningu og stíl líður, augljóslega arftaki sendibréfsins. Bloggið er öllu óræðara fyrirbæri, en því má líkja við dagbækur, minnisbækur, bréf, fréttabréf, dreifibréf, bæklinga eða jafnvel allt þetta í einu. Það fer ekki á milli mála að í þessum heimildum eru verðmæti fólgin fyrir sagnfræðinga og aðra þá fræðimenn sem rannsaka samfélag, menningu og sögu. En hverjir eru möguleikar sagnfræðinga á því að nýta sér bloggheimildir við rannsóknir sínar?

Lesa áfram »

fimmtudagur, 29. maí 2008

Í tilefni af 4-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Serbíu og 1-0 tapi íslenska karlalandsliðsins gegn Wales

Lawn-tennis-Prang-1887.jpeg

Eitt af helstu baráttumálum femínista hefur löngum verið skortur á sýnileika kvenna. Á sjónvarpsskjánum, bæði sem viðmælendur og stjórnendur, í pólitík, í fjölmiðlum, í söguritun og svo mætti lengi telja. Fyrir ekki svo löngu fóru spjótin að berast að íþróttahreyfingunni og umfjöllun um íþróttir, enda leiddu kannanir í ljós að kynjahlutfall í birtu efni var í engu samræmi við iðkendafjölda né árangur.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 22. maí 2008

Sagnfræði framtíðarinnar

Amstrad-floppy

Hvað framtíðin ber í skauti sér getur enginn sagt með vissu en hægt er að álykta um það út frá þeirri þróun sem hefur átt sér stað fram til dagsins í dag. Ef við reynum að álykta út frá því sem við vitum um sagnfræðirannsóknir í dag þá eru nokkrir hlutir sem við gætum mögulega gert ráð fyrir að muni gerast í sagnfræði framtíðarinnar.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 15. apr 2008

Fáeinir óreiðukenndir kaflar um Jóhannes úr Kötlum og brjóstvit alþýðunnar

„Skáldið fór hávaðalaust af stað undir vöggusöng og álftakvaki, lét sem hann svæfi, hræddist heiminn og forðaðist borgir… Skáldið úr Kötlum fór ekki af stað með neinum ærslum… En þá fló honum í brjóst hinn ósýnilegi fugl: hugsjónin, og brá birtu á allt, líf sögu og þjóðfélag, og veröldin skein í nýju ljósi, varð víð og björt…“ Þannig lýsir Kristinn E. Andrésson því þegar kommúnisminn nær tökum á Jóhannesi úr Kötlum. Í skrifum á borð við þau sem vitnað er í hér að ofan birtist Jóhannes úr Kötlum okkur sem hálfgert puntstrá áður en hann frelsast til rauðu hugsjónarinnar. Hann er bara að leika sér við svani úti í sveit, eins og persóna í drengjabók sem á enn eftir að fara í sollinn. Þó er Jóhannes enginn drengur þegar hann kynnist kommúnismanum.

Lesa áfram »

föstudagur, 22. feb 2008

Þjóðríkið afbyggt, goðsögnin afhjúpuð? Rýnt í fræðimanninn Guðmund Hálfdanarson og ritið Íslenska þjóðríkið, uppruni og endimörk. Seinni hluti

Gervihnattarmynd af snævi þöktu Íslandi

Íslenska þjóðríkið er afbragðs dæmi um það hvernig sagnfræðin getur verið í beinni samræðu við samtíma sinn með því að benda á hvernig fortíðin mótar stöðugt hugmyndir samtímans - hugmyndir sem geta virkað „ósögulegar“ á þá er ekki kæra sig um að líta um öxl. Ritið virðist að nokkru hugsað til að benda á hvernig pólitísk orðræða sjálfstæðisbaráttunnar mótar enn að hluta sjálfsmynd og orðræðu íslenskra stjórnmála. Guðmundur virðist því hafa ákveðnar hugmyndir um hlutverk sagnfræði í samfélaginu þ.e. að sýna hvernig Íslendingum er réttast að „[…] byggja afstöðu sína til samtímans á gagnrýnu mati á fortíðinni.“

Lesa áfram »

fimmtudagur, 21. feb 2008

Þjóðríkið afbyggt, goðsögnin afhjúpuð? Rýnt í fræðimanninn Guðmund Hálfdanarson og ritið Íslenska þjóðríkið, uppruni og endimörk. Fyrri hluti

Drengur í landsliðsbúningi með hönd á brjósti

Guðmundur Hálfdanarson er líklega sá fræðimaður er mest áhrif hefur haft á afstöðu og hugmyndir sagnfræðinema seinustu ára til íslenska þjóðríkisins. Hann hefur varið drjúgum hluta af fræðilegri ævi sinni í rannsóknir á fyrirbærinu og í ritinu Íslenska þjóðríkið, uppruni og endimörk birtast niðurstöður rannsókna sem flestar hafa þó áður birst í formi átta tímaritsgreina frá árinu 1986. Fyrir vikið virkar bókin á köflum nokkuð sundurlaus hvað „flæði“ milli einstaka kafla varðar en augljóst er þó að Guðmundur hefur lagt talsvert á sig við að samræma og „byggja brýr“ milli greina sinna. Ritið er margslungið og röksemdir þess á köflum flóknar þó þær miði allar að því að grafa undan „opinberri sköpunargoðsögn íslenska þjóðríkisins“. En hver er eiginlega efnislegt innihald bókarinnar, hvernig kemst höfundur að slíkum niðurstöðum?

Lesa áfram »

föstudagur, 8. feb 2008

Aftur í ljósið með gæsalöppum og allt. Opið bréf til Hrafns Sveinbjarnarsonar.

Það er margt sem Hrafn Sveinbjarnarson veit ekki um bókasafns- og upplýsingafræði. Hann virðist til að mynda halda að skjalastjórn og upplýsingafræði séu samheiti. Svo er ekki. Skjalastjórn er almennt talin ein af undirgreinum upplýsingafræðinnar. Þessi mörk eru óljós en sjálfur tel ég bókasafnsfræðina sjálfa einnig vera undirgrein upplýsingafræðinnar.

Lesa áfram »

föstudagur, 1. feb 2008

Skjalastjórn og samskiptagallar. Skjalavarsla og lög.

Kæra Alfa
Ég þakka ágætt tilskrif, sérstaklega fagna ég því að hafa fengið málefnaleg viðbrögð við hádegisfyrirlestrinum sem ég hélt á vettvangi Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands 15. janúar sl. Orðið samskiptagalli í lok bréfs þíns varð mér þó svolítið umhugsunarefni.

Lesa áfram »

föstudagur, 25. jan 2008

Bókasafnsfræðingar í hreiðri sagnfræðinga? Um skjalastjórnun og skjalavörslu.

Óvirk skjöl veitufyrirtækja Reykjavíkurborgar afhent Borgarskjalasafni í nóvember 2003.

Opið bréf til Hrafns Sveinbjarnarsonar um „Syndaflóðið … eftir vorn dag", erindi flutt í Þjóðminjasafni Íslands þann 15. janúar 2008 og greinina „Óinnvígður brýst í gegnum þoku upplýsingafræðings" sem birtist þann 24. janúar s.l. á www. hugsandi.is.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 24. jan 2008

Óinnvígður brýst í gegnum þoku upplýsingafræðings

Saga er fræðilegt viðfangsefni sagnfræðinga. Með hugmyndum um 90-95 % eyðingu skjalasafna hvort sem þau eru opinbers eða annars eðlis og barnalegum hugmyndum um hvað eru söguleg skjöl og hvað ekki, er skitið í hreiður sagnfræðinga og kássast rækilega upp á þeirra jússur. E.t.v. geta upplýsingafræðingar ekki búist við því að slíku fúski sé tekið af tómlæti af hálfu sagnfræðinga þótt þeir séu óinnvígðir í hin háu upplýsingafræði.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 8. jan 2008

Hver er ábyrgð sagnfræðingsins?

Það er að sjálfsögðu munur á því að vilja beita sagnfræði til að draga úr fordómum og því að beita áróðri í þágu tiltekins málsstaðar. Línan þar á milli er hinsvegar afskaplega fín og vandmeðfarin. Eflaust þurfa hugsjónamanneskjur að beita sig miklum aga til að halda sig réttu megin við strikið. Áróður þarf í sjálfu sér ekki að vera af hinu illa eða áróðurskenndur málflutningur sjálfkrafa jafngildur því að farið sé með ósannindi.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 18. des 2007

Hagsælda hrímhvíta móðir. Síðari hluti.

Skjaldarmerkið

Í fyrri hluta greinarinnar var fjallað um uppruna þeirra hreinleikahugmynda sem ríkja um íslensku þjóðina og áhrif hennar á lög um íslenskan ríkisborgararétt þar sem skýr greinarmunur var gerður á umsækjendum eftir því hversu blóðtengdir þeir þóttu þjóðinni. Þar að auki samþykkti Alþingi við endurskoðun ríkisborgararéttarlaga árið 1951 að bætt yrði inn klausu sem hljóðaði svo: „Þeir, sem heita erlendum nöfnum, skulu þá ekki öðlast íslenzkan ríkisborgararétt með lögum þessum fyr en þeir hafa fengið íslenzk nöfn samkvæmt lögum nr. 54 27. júní 1925, um mannanöfn.“ Þetta ákvæði var umdeilt sér í lagi vegna þess að íslenskir ríkisborgarar tóku gjarnan upp ættarnöfn í trássi við mannanafnalögin.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 13. des 2007

Hagsælda hrímhvíta móðir. Fyrri hluti.

Gervihnattarmynd af snævi þöktu Íslandi

Þótt Íslendingar teljist í hópi smáþjóða verður seint sagt að hógværð einkenni landann þegar hann ber sig saman við fólk af öðru þjóðerni. Þá er sjaldnast langt að bíða eftir staðhæfingum um að Íslendingar séu einhvern veginn sérstakir, að tungumálið sé hreint og þjóðin einnig. Slíkar hugmyndir eru arfleifð frá sjálfstæðisbaráttunni og enduróma í samtímanum án mikilla mótmæla. Hreinleikinn er samofinn sjálfsmynd okkar. Ennfremur má varla fjalla um innflytjendur í fjölmiðlum án þess að einnig sé fjallað um íslenskukunnáttu þeirra. Ennfremur draga fáir þau rök í efa að takmarka skuli innflutning erlendra ríkisborgara, sér í lagi frá löndum utan Evrópu, til að vernda örsmáa, íslenska og umfram allt hrein þjóð. Slíkar hugmyndir eru furðu lítið gagnrýndar þótt Ísland eigi að teljast til fjölmenningarsamfélags.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 22. nóv 2007

Ekki góðir menn? Um heimastjórnarafmælið 2004

Davíð Oddsson

Það er ljóst að Íslendingar hafa fagnað áföngum sjálfstæðisbaráttunnar á mismunandi hátt í gegnum tíðina. Hitt er annað mál að það er firra að halda því fram að pólitík setji ekki sinn stimpil á hátíðarhöldin hverju sinni eins og dæmið með hátíðarhöld stúdenta sanna. Því yfirráðum yfir sögunni fylgir jú ákveðið vald.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 11. okt 2007

Þegar Danir frelsuðu þrælana.

Skjaldarmerki Danaveldis

Danir voru á meðal nýlenduþjóða í Evrópu, þó að þeirra sé sjaldnast minnst vegna þess. Þeir kjósa frekar að minnast þess að þeir bönnuðu fyrstir þjóða þrælasölu árið 1803. Þó að Danir væru aldrei meðal atkvæðamestu þjóða í þrælaverslun og nýlendu pólitík áttu þeir vissulega bæði nýlendur, í norður Atlantshafi og í Karabíska hafinu. Þeir stunduðu einnig þrælaverslun, þó hún hafi verið smá í sniðum í samanburði við aðrar nýlenduþjóðir s.s Breta og Frakka.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 4. okt 2007

Minnið og raunveruleikinn

drasl?

Fornleifafræði, sem bókstaflega byggir á og snýst um efnisheiminn, hefur ekki síður en öðrum fræðigreinum tekist að gleyma raunveruleikanum. Síðustu áratugi, í rauninni allt síðan menningarsögulega fornleifafræðin fór úr tísku á eftirstríðsárunum, hefur markmið fornleifafræðinga verið það að komast „á bakvið“ hlutina sem þeir höndla — yfir í hið óáþreifanlega, sem þar leynist. Þetta er svosem ekkert slæmt í sjálfu sér, þ.e. ég efast ekkert um að það er eitthvað á bakvið hlutina. Hins vegar hefur þetta orðið til þess, í fagi eins og fornleifafræði, að hlutirnir sjálfir, hið efnislega (sem þrátt fyrir allt er viðfangsefni okkar), hefur orðið útundan og gleymst.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 20. sep 2007

Gramsci, Gide, neyslubyltingin og menningarbylting verkalýðsins

Innkaupapoki frá bresku samvinnuhreyfingunni

Hvernig hafa sagnfræðingar nálgast samvinnuhreyfinguna, og hvaða sögulega hlutverk er hún talin hafa leikið? Flestir sagnfræðingar sem skrifað hafa um evrópsk neytendasamvinnufélög hafi litið svo á að þau hafi verið tilraun til að skapa valkost við neyslusamfélag kapítalismans, þau hafi verið tilraun til að byggja and-hegemóníu í anda ítalska marxistans og heimspekingsins Antonio Gramsci. Ég held því fram að þessi skilningur á sögulegu hlutverki samvinnufélaga neytenda horfi ekki aðeins framhjá mikilvægi þeirra í sögu neyslusamfélagsins, heldur dragi það að mörgu leyti upp ranga mynd af sögu þeirra.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 18. sep 2007

Samvinnuhreyfingin og neyslubyltingin

Co-oplogo

Í þessari grein fjalla ég um sögu og sögulegt mikilvægi evrópskra neytendasamvinnufélaga. Þó það sé löngu orðið tímabært að sagnfræðingar endurskoði mikilvægi íslensku samvinnuhreyfingarinnar og Sambandsins, sem var leiðandi afl í íslensku athafnalífi og ekki síður áhrifamikið í stjórnmálum, mun ég ekki fjalla um íslenska samvinnuhreyfingu, enda er hún að ýmsu leyti sérstök í alþjóðlegum samanburði. Þess í stað mun ég fjalla um nýlegar rannsóknir á evrópskum samvinnufélögum, og hlut samvinnufélaga í mótun evrópsks fjöldaneyslusamfélags.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 6. sep 2007

Af minni

Þótt við lifum á póstmódernískum tímum þá ganga flestir sagnfræðingar út frá því að til sé raunveruleiki sem hægt sé að höndla. Innan munnlegrar sögu er viðtalið er það verkfæri sem til þess er beitt og réttu verklagi ná þeir best sem gefa sér tíma til að öðlast skilning á því hvernig minnið virkar.

Lesa áfram »

föstudagur, 17. ágú 2007

Steinborar og norrænir sagnfræðingar

Leiði ég hugann að hljóðum sem tengjast háskólanámi mínu er líklega eitt hljóð eftirminnilegra en önnur. Það er surgið og skröltið sem heyrist þegar borað er í steinvegg. Það hljóð fylgdi mér bæði á heimili og í skóla meira og minna allan minn háskólaferil. Það hefur skapað þá tengingu í mínum huga að þegar ég sé aðalbyggingu HÍ þá kemur surgið í steinbornum í hugann. Þeir sem þekkja þetta hljóð vita að það er truflandi og venst ekki og með það í bakgrunni kemst einbeitingin tæplega að. Það er ekki „bakgrunnstónlist“ andlegra afreka. Að heyra og sjá eitthvað sem líkist eldri upplifunum sendir mann oft til baka í huganum, þ.a.l. leið mér í síðustu viku dálítið eins og ég væri kominn aftur á skólabekk, en síðari hluta vikunnar eyddi ég löngum stundum í húsnæði Háskóla Íslands og hlýddi á fyrirlestra blandaða með hamarshöggum, járnaglamri og borhljóðinu eftirminnilega.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 26. júl 2007

Sagnir — í nútíð og framtíð

Forsíða Sagna 2007

Nýjasti árgangur Sagna, sem kom út snemmsumars, er vandað og gott blað, raunar með þeim bestu sýnist mér. Efni blaðsins er fjölbreytt og vandað og framsetning þess líflegri en oft áður. Þetta kom mér þægilega á óvart því mér hafði þótt kenna nokkurra merkja stöðnunar á árgöngunum á undan og var ég því farinn að hugleiða að segja upp áskriftinni. Þau plön lagði ég á hilluna eftir að hafa lestur nýjasta árgangsins. En þó vel takist til og ágæt lending náist má aldrei láta undir höfuð leggjast að leita nýrra leiða. Slíkt er líklega óvíða mikilvægara en í tímaritaútgáfu sem þessari, þar sem ritið á líf sitt undir því að það þróist og kynni fyrir lesendum sínum ný umfjöllunarefni, ný sjónarhorn, ný efnistök, o.s.frv.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 12. júl 2007

Ræflarokk? Þetta er tóm helvítis vitleysa!

„Megum við kannski búast við ræflasumri á Íslandi í ár?“ spurði tímaritið Samúel í ársbyrjun 1978. Í greininni sem hér fer á eftir verður fyrstu umfjöllun íslenskra fjölmiðla um pönkið lýst í nokkrum vel völdum dæmum.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 31. maí 2007

Gereyðing, guðlegur máttur og endurfæðing í animé og manga

Gereyðing Neo-Tokyo í Akira

Japanskar teiknimyndir (animé) og teiknimyndasögur (manga) eiga sér ríka hefð að baki sem miðill pólitískra skoðana.4 Manga- og animé-höfundar hafa þó sjaldan fjallað á beinan hátt um kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki sem er eflaust afleiðing hinnar margföldu þöggunar.5 Upp úr 1980, þegar höfundar sem fæddir voru eftir seinni heimsstyrjöld komu fram á sjónarsviðið, varð gereyðing vinsælt viðfangsefni teiknaðra vísindaskáldsagna og voru fyrirmyndirnar greinilega sóttar til kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 26. apr 2007

Yfirlitið og saga samtímans

Umræðan um yfirlitið, söguþráðinn og „frásögnina“ (_the narrative_), bæði á Íslandi og erlendis, hefur fyrst og fremst snúist um yfirlitsritið. En þó mikið af störfum sagnfræðinga felist í rannsóknum og bókaskrifum, og bækur séu mikilvægar fyrir miðlun sögu, er kennslustofan sennilega mikilvægasti vettvangur sagnfræðinga, því þar kynnast sagnfræðingar, kennarar og blaðamenn framtíðarinnar og allir aðrir menntaskóla- og háskólanemar sögunni. Grundvöllur sögukennslu eru yfirlitsnámskeið, og söguvitund almennings byggist því ekki síst á þeim söguþræði sem notaður er í stóru yfirlitsnámskeiðum háskólanna. Inntak yfirlitsnámskeiðsins er því líklega mikilvægari fyrir mótun söguvitundar almennings en yfirlitsrit yfir sögu einstaka ráðherraembætta.
Í ljósi þess að áskoranir um „afmiðjun“ yfirlitsins og upplausn frásagnarinnar áttu ekki síst uppruna sinn í Bandaríkjunum og voru (á níunda áratugnum í það minnsta) mjög áhrifamiklar innan háskóla í vesturheimi, er ekki úr vegi að rifja upp sögu yfirlitsins í bandarískum háskólum. Í þessari grein mun ég leitast við að setja sögu yfirlitsnámskeiðsins í samband við breytingar á félagslegum og alþjóðlegum aðstæðum í Bandaríkjunum, því saga yfirlitsins er þegar öllu er á botninn hvolft ekki skilin frá annarri sögu.

Lesa áfram »

miðvikudagur, 25. apr 2007

„Endalok sögunnar“ og yfirlitið á tímum hnattvæðingar

Bruce Mazlish, faðir hnattsögunnar

Nýjasta tilraunin til þess að bjóða upp á stórt yfirlits- og inngangsnámskeið, sem getur þjónað nemendum sem inngangur að sagnfræði, en um leið undirbúið ábyrga og upplýsta þjóðfélagsþegna, er hnattsaga — eða Global History. Hnattsaga kom fram í lok níunda áratugarins sem tilraun sagnfræðinga til að skýra sögulegar forsendur hnattvæðingar. Hnattsagan er þó einnig mikilvægasta tilraun sagnfræðinnar á seinustu árum til að búa til yfirlit og frásögn, narrative, sem getur komið í stað fyrir Western Civ — yfirlit sem yfirstígur ramma þjóðríkisins og þá “evrópumiðjun“ sem litað hefur mikið af bandarískri sagnfræði.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 24. apr 2007

Mannkynssagan: Saga veraldarinnar allrar eða bara vesturlanda?

16 aldar kort af veröldinni

Umræða um yfirlitið, eðli þess og sögu er löngu tímabær á Íslandi. Þessi umræða hefur þó fyrst og fremst snúið að rannsóknum og útgáfu yfirlitsverka, frekar en mikilvægustu birtingarmynd þess, sem er yfirlitsnámskeiðið. Sem framlag til þessarar umræðu hef ég hugsað mér að fjalla um sögu yfirlitsnámskeiðsins, eða “mannkynssögunnar“, í bandarískum háskólum, uppruna og þróun Western Civilization, ris veraldarsögu, World History, og loks tilkomu hnattsögu, Global History, undir lok tuttugustu aldarinnar. Í næstu grein mun ég svo fjalla um sögu og eðli Global History. Þessi saga varpar ljósi á sögulegar forsendur yfirlitsins og minnir okkur á ábyrgð sagnfræðinga gagnvart nemendum sínum, og mikilvægi þess að sagnfræðin, frekar en önnur félagsvísindi segi sögu mannkynsins og samtímans.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 17. apr 2007

Reykjavíkursögur borgarbarna

Ljósmynd góðfúslega léð af Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Reykjavík hefur tekið stórkostlegum breytingum á síðustu 80 árum og enn þenst borgin út. Ný hverfi byggjast upp jafnt og þétt og börn hlaupa um malbikaðar götur þar sem áður voru aðeins móar. Á sama tíma byggist útþensla borgarinnar ekki lengur á aðflutningum fólks utan af landi eins og reyndin var í kringum miðja tuttugustu öldina, - í Reykjavík býr nú fjöldi fólks sem getur rakið sögu sína marga ættliði aftur innan borgarmarkanna. Börn þeirra sveifla sér jafnvel í trjám í görðum þar sem afar þeirra og ömmur léku sér og bera sögur foreldra sinna af uppvaxtarárum í borginni saman við eigin reynslu.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 20. mar 2007

Hvað er að neyslusamfélaginu? Skortur á hugsun eða þekkingu?

Margar gagnrýnar úttektir á neysluhyggju fjalla um hana nánast sem sjúkdóm: illskeytta tæringarpest sem grafi undan sannri menningu og sé langt komin með að eyðileggja umhverfið. En ef neysluhyggja nútímans er einhverskonar “sjúkdómur“ hljótum við að vilja vita hvað veldur honum. Hvernig virkar neyslusamfélagið og í hverju eru vandamál þess fólgin? Í þessari grein held ég því fram að grundvallarstef flestra gagnrýninna úttekta á neyslusamfélaginu sé að neytendur taki ekki rökréttar og yfirvegaðar ákvarðanir. Ég mun því næst gera grein fyrir helstu skýringunum á þessari órökvísi neytenda

Lesa áfram »

þriðjudagur, 13. mar 2007

Munnleg saga

Lógó Miðstöðvar munnlegrar sögu

Miðstöð munnlegrar sögu var formlega stofnuð 26. janúar síðastliðinn. Hér á Íslandi er nokkur hefð fyrir því að rækt sé lögð við söfnun og varðveislu munnlegrar geymdar og fer Árnastofnun þar fremst í flokki að öðrum aðilum ólöstuðum. Munnlegri sögu, í hinum sagnfræðilega skilningi, hefur hinsvegar hingað til ekki verið sinnt á skipulagðan hátt. Miðstöð munnlegrar sögu er stofnuð með það að markmiði að auka veg hinnar sagnfræðilegu áherslu. En hvað er eiginlega munnleg saga?

Lesa áfram »

föstudagur, 23. feb 2007

Sjálfsvíg í sögulegu ljósi — V. hluti

Dauðinn - málverk 2

Með hliðsjón af lögum og kristnum kenningum voru sjálfsvíg opinberlega fordæmd og almennt álitið að þeir sem þannig enduðu líf sitt færu fjandans til eftir dauðann, þar eð þeir brytu gegn vilja Guðs. Við þetta vaknar ákveðin spurning: Hvers vegna skrásettu íslenskir annálaritarar upplýsingar um sjálfsvíg? Flestir þeir sem skráðu annála voru ýmist hærra settir í íslensku samfélagi (t.d. sýslumenn eða prestar) eða störfuðu undir handarjaðri háttsettra manna, ýmist úr stétt veraldlegra og andlegra embættismanna.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 22. feb 2007

Sjálfsvíg í sögulegu ljósi — IV. hluti

Dauðinn - málverk

Umfjöllun um sjálfsvíg í annálum er í flestum tilfellum stutt. Lítur hinu knappa formi sem viðhaft er í þeim flestum og er því undir sömu sök selt og annað efni. Af 266 skráðum sjálfsvígum eru aðeins 89 sem fá umfjöllun sem er meira en tvær línur að lengd. Aðeins tíu tilvik fá tíu línur eða meira í umfjöllun. Lengst af þeim er frásögn Íslands Árbókar af sjálfsvígi Jóns Eiríkssonar konferensráðs.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 13. feb 2007

Sjálfsvíg í sögulegu ljósi — III. hluti

Dauðaengill

Einhverskonar geðveiki er langsamlega algengasta ástæðan sem annálaritarar gefa fyrir sjálfsvígum fólks. Helmingur sjálfsvíga á 18. öld, sem tilgreind er ástæða fyrir, eru sögð hafa orðið vegna geðveiki sjálfsvegandans… Athyglisverður er munurinn á flokkunum „Geðveiki“ og „Vond freistni“ milli aldanna tveggja. Leiða má líkur að því að þau sjálfsvíg sem skrifuð voru á reikning vondrar freistni hafi í raun verið vegna geðsjúkdóma. Skrattinn og árar hans hafi hins vegar verið trúverðugir blórabögglar á öld galdraofsóknanna.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 16. jan 2007

Sjálfsvíg í sögulegu ljósi — II. hluti

Dauðaótti

Sterk tilfinning fyrir sálinni og útbreidd og sterk draugatrú voru hvort tveggja heiðnar leifar í íslenskri þjóðtrú. Því var trúað að allir gætu gengið aftur. Fastar venjur í umgengi við dauðvona fólk og lík hefur trúlega slegið á óttann um að viðkomandi gengi aftur og aukið þannig vonir um að sál hans væri hólpin. Auðmýkt gagnvart óumflýjanlegum dauða var álitin nauðsyn. Afturgöngutrúin var sterk þrátt fyrir kenningar kirkjunnar um lausn sálar og líkama. Skyndileg dauðsföll vegna slysa eða sjálfsvíga, þar sem hinn látni gat ekki eða vildi ekki iðrast, hafa því verið til þess fallin að auka ótta um að þeir einstaklingar sem þannig létu lífið gengju aftur og sæktu að eftirlifendum.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 11. jan 2007

„Heildsalamálin“

Krónan 1940

Verðlagsaðstæður á Íslandi í seinni heimstyrjöldinni kölluðu á úrræði sem bundin voru í lög og reglur í byrjun árs 1943. Verðbólga hafði geisað frá árinu 1940 með 26—31% hækkun á hverju ári. Verðbólgan stafaði af því að vöruframboð hélst ekki í hendur við aukinn kaupmátt almennings vegna takmarkana á innflutningi erlendis frá. Þetta varð til þess að kaupmenn gátu selt nánast hvað sem var og á verði sem var oft langt yfir leyfilegum mörkum. Kaupmáttaraukningin kom til af stórauknu fjárstreymi til landsins vegna hækkunar á útflutningsverðmæti sjávarútvegsins og vinnu á vegum breska og síðar bandaríska hernámsliðsins.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 9. jan 2007

Sjálfsvíg í sögulegu ljósi — I. hluti

Maður með ljá

Í frumkristni var viðhorfið til sjálfsvíga á flökti, jafnvel jákvætt vegna áhrifa frá Stóumönnum. Biblían er þögul um sjálfsvíg (þ.e. um verknaðinn sjálfan) þó greint sé frá tilvikum þar sem ævi manna lauk með því. Um sjálfsvíg er fjallað í Biblíunni sem hver önnur dauðsföll. Tilvikin eru ekki mörg og eiga það sammerkt að vera tilkomin vegna yfirvofandi eða orðinnar niðurlægingar einstaklings sem valdi dauðann fremur en að lifa í skömm… Kirkjan og guðfræðingar hennar hafa í gegnum tíðina mótað viðhorf hins kristna heims til sjálfsvíga… Álit kirkjuleiðtoga lituðu síðan lagasetningar og hvort tveggja hafði áhrif á viðhorf almennings og átti þannig sinn þátt í því að viðhalda skömm og sektarkennd hjá aðstandendum þeirra sem styttu sér aldur.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 7. des 2006

Klíómetrían og einangrun hagsögunnar í Bandaríkjunum

Douglass North

Ástæður akademísks heimilsleysis hagsögunar er að finna bæði innan hagsögunnar og móðurgreina hennar. Þessi sorglegu örlög sýna hversu varhugavert það getur verið fyrir undirgreinar sagnfræðinnar að reiða sig um of á aðferðafræði og tungutak sem er upprunnið í öðrum fræðigreinum, því helsta ástæða þess að hagsagan hefur orðið útundan innan sagnfræðinnar er að hún hefur tileinkað sér tungumál, sem er illskiljanlegt öðrum sagnfræðingum eða þeim sem ekki eru “innvígðir“ í leyndardóma tölfræði og nýklassískrar hagfræði.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 14. nóv 2006

Stíflur, þjóðríki og pólitík í Afríku

Cahora Bassa-stíflan

Ef marka má hugmyndafræðina sem umlykur stíflur og vatnsaflsvirkjanir er svarið skýrt. Náttúran er einskis virði nema mannshöndin nýti hana. Hér á Íslandi er auðvelt að réttlæta nýtingu náttúruauðlinda þegar um er að ræða fáfarin svæði fjarri mannabyggðum. En í Afríku lifir mikill fjöldi fólks á frjósömum jarðvegi árfarvega og þar hefur komið í ljós að „mannshöndin“ sem hér um ræðir tilheyrir ekki hverjum sem er. Þar hefur hún gjarnan tilheyrt ríkisstjórnum sem hafa pólitísk markmið að leiðarljósi og hampa stíflum sem táknum um mátt þjóðríkisins.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 18. maí 2006

Allegóría í Öskju

Liz Stanley. Mynd tekin héðan: http://www.sps.ed.ac.uk/staff/stanley.htm

Í dag hefst Söguþing og er það breska fræðikonan Liz Stanley sem flytur minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar. Stanley er prófessor í félagsfræði við Háskólann í Edinborg en starfar á mörkum félagsfræði, sagnfræði, heimspeki og bókmennta og hefur einkum fengist við kvenna- og kynjasögu. Sagnfræðistofnun og Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum gáfu landanum færi á að kynnast þessari spennandi fræðikonu betur með því að standa fyrir málstofu með Stanley. Unnur María Bergsveinsdóttir sótti málstofuna og heillaðist.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 11. maí 2006

Of fá til að hneykslast?

Never mind the Bollocks! Mynd tekin af vef Wikipediu.

Fram undir árið 1980 fylgdi umfjöllun íslenskra fjölmiðla um pönk erlendum línum og áherslan færðist jafnt og þétt af æsifréttum yfir á fjarlægari sýn þar sem pönkinu hafði verið úthlutað bás og var skilgreint sem lágmenningarleg unglingauppreisn. Það var ekki fyrr en seinna í tengslum við frumsýningu kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík, sem umfjöllun um pönkið náði að skekja íslenskt samfélag. Það var þó ekki vegna þess að Íslendingar hafi verið umburðarlyndari gagnvart undarlega klæddu fólki en nágrannaþjóðirnar, aðalástæða þess að innflutt siðferðisuppþot missti marks var einfaldlega smæð samfélagsins.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 28. mar 2006

Coca-Cola 120 ára, 1886-2006 — Þriðji hluti

Coca Cola 1920

Strax eftir árásina á Pearl Harbour tók þáverandi forstjóri The The Coca-Cola Company, Robert Woodruff, þá ákvörðun að allir bandarískir hermenn, hvar sem þeir væru staðsettir, skildu eiga kost á því að kaupa Coca-Cola flöskur á sama verði og heima hjá sér, þ.e. 5 cent fyrir flösku. Fyrirtækið ætlaði að mæta kostnaðinum sjálft. Á sama tíma fengu bæði sérleyfishafar og fyrirtækið sjálft skýr skilaboð um að herinn vildi hafa drykkinn á boðstólum fyrir mannskapinn. Það var talið að fátt væri jafn gott fyrir baráttuþrek þeirra að geta fengið gosdrykkinn sem þeir voru vanir að fá.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 23. mar 2006

Coca-Cola 120 ára, 1886-2006 - Annar hluti

Coca Cola tinmerki

Maðurinn á bak við velgengni Coca-Cola hét Asa Chandler. Hann var lyfsali rétt eins og uppfinningarmaðurinn John Pemberton (sem fann upp Coca-Cola) en Chandler hafði ekki verið jafn laginn við að búa til nýjar efnablöndur. Það sem hann hafði hins vegar fram yfir Pemberton var viðskiptavit. Það ásamt nokkrum litlum breytingum á drykknum var upphafið að stærsta drykkjarvörufyrirtæki sem heimurinn hefur augum litið… Það er til vitnis um viðskiptavit Chandlers að þegar ríkisstjórnin krafðist skatts á lyfsölu til að fjármagna spænsk-bandaríska stríðið árið 1898 þá snéri hann snarlega við blaðinu og lagði sig fram við að fá drykkinn skilgreindan sem matvæli. Þrátt fyrir þessa breytingu fór lítið fyrir nýjum aðferðum við sölu á drykknum.

Lesa áfram »

föstudagur, 17. feb 2006

Söguslóðir — vefsetur um íslenska sögu og sagnfræði

Söguslóðir - logo

Fyrir tæpum tveimur árum var vefsetrið Söguslóðir opnað. Vefsetur sem enginn áhugamaður um sagnfræði ætti að láta fram hjá sér fara! Heimildir um íslenska sögu og sagnfræði hafa í auknu mæli verið gefnar út á rafrænu formi, en fram til þess tíma að Söguslóðir voru opnaðar var ekkert vefsetur starfrækt sem hafði að geyma allar helstu upplýsingar um þær.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 17. jan 2006

Fámenni í fjölmennu fjársvelti

Sussex

Á suðurströnd Englands er strandborgin Brighton. Í Brighton eru tveir háskólar, báðir nýlegir. Þykir það nokkuð vel í lagt enda íbúar borgarinnar ekki ýkja margir, rétt um þrjúhundruð þúsund, og því nauðsynlegt að fá nemendur víðsvegar að. Ég var einn af aðkomufólkinu sem settist á skólabekk í University of Sussex á síðasta ári…
Eins árs mastersnám er krefjandi. Fyrirkomulag námsins, það er að byggja á lestri nemenda og samræðum þeirra, gerir miklar kröfur til nemenda en er um leið gefandi og áhugavert. Námið stendur og fellur að stórum hluta með nemendahópnum — að allir leggi eitthvað af viti í umræðuna í hverju tíma.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 12. jan 2006

Alltaf kátt í höllinni!

Pönkhljómsveitin Crass á tónleikum

Samvinna aktívista og tónlistamanna á sér langa sögu en fyrir árið 1980 höfðu sómakærir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar þó getað barist fyrir betri heimi í friði fyrir sóðarokki og hávaðagargi því sem seinna var kennt við Hótel Borg. Í upphafi níunda áratugarins tók rokkið hinsvegar ákafan fjörkipp fyrir tilstilli pönksins og nýbylgjunnar og kveikti í brjóstum ungra drengja ákafa löngun til að standa gleiðir á sviði með gítar. Utangarðsmenn trylltu um landsbyggðina og rokktónleikar voru staðurinn til að sýna sig og sjá aðra. Hér fólust möguleikar sem skyldi nýta og Laugardalshöll var staðurinn.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 5. jan 2006

Spáð í okkar tíma — Framtíðarspá frá árinu 1905

Stjörnuþoka

Það hefur lengi verið fastur liður í íslenskri menningu að spá bæði í framtíð og fortíð um hver áramót… Nú að loknu árinu 2005 er athyglisvert að skoða hvernig maður sem bjó á Snæfellsnesi árið 1905 taldi að málum yrði hagað á landinu 100 árum síðar. Veturinn 1904 til 1905 kom út í Helgafellssókn í Snæfellsnesi handskrifað sveitablað sem nefndist Helgfellingur. Veg og vanda af útgáfu þess hafði maður að nafni Baldvin Bergvinsson. Framtíðarspáin sem birtist í blaðinu á Þorradag árið 1905 nefndist Krukkspá hin nýja og var skrifuð undir dulnefninu „Ármann“.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 1. des 2005

Oft var þörf en nú er nauðsyn

Sú staða sem kennsla í sagnfræði er komin í kallar á breytingar og það brýnar. Aðstæðurnar sem valda eru bæði neikvæðar og jákvæðar. Þær neikvæðu eru fjárhagur deildarinnar og sú samkeppni sem skorin og deildin eru í um fjármagn við aðrar deildir og í raun aðra skóla. Þær jákvæðu eru m.a. stórkostleg fjölgun nemenda í grunnnámi. Þessar aðstæður krefjast endurskipulags á námsframboði í skorinni þar sem boðið yrði meira úrval námskeiða og skilvirkari námsleiðir.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 29. nóv 2005

Eitt skref í rétta átt

Eftir sem áður hefur hlutur yfirlitsnámskeiðanna verið alltof stór hingað til. Áhersla á þekkingaratriðanám í sagnfræðinni hefur verið of mikil á kostnað annarra þátta, t.d. vinnubragða, hugtaka og kenninga. Að stafla meiru og meiru af þekkingaratriðum í höfuðið á sér þjónar takmörkuðum tilgangi. Höfuðfylli þeirra gerir varla meira en að nýtast við að slá um sig í samkvæmum eða á göngum Árnagarðs.

Lesa áfram »

mánudagur, 28. nóv 2005

Sagnfræðinám við Háskóla Íslands stokkað upp

Árnagarður

Námsskipan í sagnfræðiskor hefur staðið að mestu óhögguð síðan henni var komið á fyrir um 30 árum. Margt hefur breyst síðan innan og utan sagnfræðinnar sem kallar á endurskoðun námsins. Gífurlegar breytingar hafa orðið í fræðigreininni sjálfri á alþjóðavísu, m.a. eru viðfangsefnin orðin miklu fjölbreyttari og landfræðilegur sjóndeildarhringur hefur víkkað. Í mörgum löndum hefur vegur alþjóðlegrar sögu aukist og samþætting þjóðarsögu og alþjóðlegrar sögu orðin miklu algengari en áður var.

Lesa áfram »

Í dag var í stofu 101 í Odda haldinn kynningar- og umræðufundar um nýja námsskipan til BA-prófs í sagnfræði við Háskóla Íslands sem nú er í undirbúningi.
Frummælendur voru Sveinbjörn Rafnsson, prófessor, Guðmundur Jónsson, prófessor, Páll Björnsson, lektor við Háskólann á Akureyri, Hrafnkell Lárusson, MA-nemi í sagnfræði og Jóhann Hjalti Þorsteinsson, BA-nemi í sagnfræði.
Hugsandi mun helga þessa viku þessum kynningarfundi. Í dag birtir Hugsandi samantekt Guðmundar Jónssonar á fyrirhuguðum breytingum. Næstu daga væntum við svo að geta birt framsöguerindi þeirra Páls, Hrafnkels og Jóhanns Hjalta.

Lesa áfram »

föstudagur, 18. nóv 2005

Ekki eru öll söfn söfn þótt sum séu - Safna- og sýningaferð sagnfræðinga og annarra.

Sagnfræðingar í Öskjuhlíð

Í sumar eða svo kviknaði sú hugmynd með stjórnarmönnum Sagnfræðingafélags Íslands að bjóða upp á dagsferð á söfn og sýningar í höfuðborginni og nágrenni. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar var sá að bera saman mismunandi söfn og sýningar og gera sér um leið glaðan dag í góðra vina hópi. Hvort tveggja tókst.

Lesa áfram »

fimmtudagur, 3. nóv 2005

Analýsur verðandi meistara í útlöndum

St. Andrews

Meistaranám í sagnfræði er jafn fjölbreytilegt og skólar sem bjóða upp á það eru margir. Nýverið hafa þær raddir gerst háværari sem krefjast uppstokkunar og breytinga í sagnfræðiskor Háskóla Íslands. Hér kemur örlítið innlegg í þá umræðu, frá nokkuð ólíkum sjónarhóli þó. Ætlunin er að gera úttekt á meistaranámi í sagnfræði á Bretlandseyjum, nánar tiltekið við University of St Andrews í Skotlandi.

Lesa áfram »

þriðjudagur, 1. nóv 2005

Gamli sáttmáli alls ekki jafn gamall og við héldum?

Bók Boulhosa

Á hverju ári er fyrirlestur tileinkaður Jóni Sigurðssyni á vegum Sagnfræðistofnunar. Jóni Sigurðssyni, hvá kannski einhverjir. Meinarðu forsetann? Já, það er einmitt sá Jón Sigurðsson sem allir þekkja sem manninn á fimmhundruðkallinum, þessi sem sagði ekki Vér mótmælum allir… Í ár var erindið flutt af tiltölulega ungum fræðimanni og er það mikill heiður því að flestallir sem hafa fengið þetta hlutverk hafa verið um sextugt. En Patricia Pires Boulhosa er rétt liðlega fertug og nýútskrifaður doktor, á eftir mér meiraðsegja. Ástæðan er semsé ekki að hún sé fræg heldur hefur hún náð að vekja athygli með því að gera svolítinn skandal…

Lesa áfram »

þriðjudagur, 25. okt 2005

Þingeyskur femínisti á 19. öld

handskrifadblad

Vertu hávaxinn, dökkhærður karlmaður!
Af nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur að dæma virðist sem ofangreint sé besti grunnur sem manneskja getur haft til þess að njóta góðra kjara á Íslandi í dag. VR bendir á þetta, ekki sem lof eða last um hávaxna dökkhærða karlmenn, heldur til að sýna fram á hversu mikil áhrif útlit og þó einkum kyn getur haft á kjör fólks. Af auglýsingunni að dæma eru lágvaxnar, ljóshærðar konur ólíklegastar til að njóta góðra kjara. Vitanlega er þó ástandið einfaldað til að falla að formi auglýsingarinnar. Eftir stendur að launalegt jafnrétti kynjanna er enn ekki veruleiki í upphafi 21. aldar.

Lesa áfram »

Þessi síða

Leita á þessari síðu


ISSN